Stóðhestavelta landsliðsins - átta frábærir stóðhestar

29. apríl 2020
Fréttir

Álfaklettur, Bragur, Nátthrafn, Ellert, Álfgrímur, Hjörvar, Rjóður og Kjarni eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Bragur frá Ytra-Hóli 8,37. Bragur er með góðan hæfileikadóm m.a. 9,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið hefur einnig hlotið 9,5 fyrir stökk.  Hann hefur tekið þátt í B-flokk með góðum árangri. Verið í úrslitum á lands og fjórðungsmótum í B-flokki. Myndband af Brag hér.

Nátthrafn frá Varmalæk 8,72. Nátthrafn hefur hlotið í kynbótadómi 9,05 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag, 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Myndband af Nátthrafni af WorldFeng.

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 8,67. Álfaklettur er að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Hann hlaut 7,57 í sinni fyrstu keppni í fimmgangi. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, höfuð, bak og lend og hófa og 9,5 fyrir samræmi. Myndband af Álfakletti af WorldFeng.

Ellert frá Baldurshaga 8,20. er fyrstur hesta til að fæðast með hinn sérstaka ýruskjótta lit. Ellert er glæsilegur hestur með 8,56 fyrir byggingu, þar af 9,0 fyrir samræmi og hann hefur hlotið fyrir hæfileika m.a. 8,5 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, fet og hægt tölt. 

Kjarni frá Þjóðólfshaga 8,30. Kjarni hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2011. Hann á mörg mjög hátt dæmd afkvæmi, hæst þeirra er Tign frá Jaðri með 8,73 í aðaleinkunn.

Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd 8,47. Rjóður er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,50 í byggingadóm og 8,45 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir fet.

Hjörvar frá Rauðalæk 8,39. Hjörvar er ungur og upprennandi kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir stökk, fegurð í reið, hægt stökk, samræmi, fótagerð og hófa.

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum 8,47. Álfgrímur er að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir vilja og geðslag og fet og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Álfgrími af WorldFeng.