Stóðhestavelta landsliðsins

13. maí
Þráinn frá Flagbjarnarholti

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu hesta til leiks:,

Þráinn frá Flagbjarnarholti 8,95
Þráinn hefur hlotið 8,95 í aðaleinkunn kynbótadóms og er það annar hæsti kynbótadómur sögunnar. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,70 og fyrir hæfileika 9,11. Þráinn hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi árið 2023. Þráinn varð í 4. sæti í A-flokki á Landsmóti hestamanna 2022.

Kór frá Skálakoti 8,33
Kór frá Skálakoti hefur hlotið fyrir sköpulag 8,54 og 8,22 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. 

Hugur frá Hólabaki 8,38
Hugur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,46 og 8,33 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt og hægt stökk og 9,0 fyrir hægt tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið. 

Lazarus frá Ásmundarstöðum 8,23
Lazarus hefur hlotið fyrir sköpulag 8,51, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og prúðleika og 8,08 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, brokk og hægt stökk

Sproti frá Vesturkoti 8,21
Sproti frá Vesturkoti hlaut fyrstu verðlaun í kynbótadómi fimm vetra gamall. Sproti er undan sömu hryssu og Spuni frá Vesturkoti og feður þeirra eru albræður. Sproti hefur átt velgengni að fagna í fimmgangi í yngri flokkum.

Ottesen frá Ljósafossi 8,40
Ottesen hefur hlotið fyrir sköpulag 8,49, þar af 9,0 fyrir bak og lend og hófa og 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og 8,5 fyrir greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið

Gauti frá Vöðlum 8,44
Gauti hefur hlotið fyrir sköpulag 8,27, þar af 9,0 fyrir samræmi og 8,53 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja og 8,5 fyrir brokk, skeið, hægt tölt og fegurð í reið.

Draumur frá Feti 8,20
Draumur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,19 og 8,21 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja og 9,0 fyrir hægt tölt, greitt stökk og fegurð í reið.

Knár frá Ytra-Vallholti 8,47
Knár frá Ytra-Vallholti er með 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fet og samræmi í kynbótadómi. Knár hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 2022.