Stóðhestavelta landsliðs Íslands í hestaíþróttum

20. apríl 2020
Fréttir

Hið árlega fjáröflunarmót landsliðnefndar LH, Allra sterkustu, mun ekki fara fram í vor vegna samkomubanns. Í tengslum við Allra sterkustu hefur undanfarin ár verið haldin stóðhestavelta landsliðsins og hefur hún skilað mikilvægum tekjum til landsliðsmála LH. 

Í ár mun stóðhestaveltan fara fram með breyttu sniði. Sem fyrr verða í pottinum flestar stærstu stjörnurnar í stóðhestaheiminum á Íslandi í dag, um 100 talsins. Sala mun fara fram í gegnum miðasölukerfi Tix, verð á miða í stóðhestaveltunni er 40.000 kr. Hver keyptur miði veitir aðgang fyrir eina hryssu undir hátt dæmdan stóðhest á árinu 2020. Girðingagjald er ekki innifalið.

Sala á miðum mun hefjast í byrjun maí og svo verða tollar dregnir út í beinni útsendingu á netinu, nánar auglýst síðar.

Á næstu dögum munum við kynna hestana sem eru í stóðhestaveltu landsliðsins 2020.

Fylgist vel með!