Stóðhestavelta landsliðsins - enn bætast hestar í hópinn

Gangster frá Árgerði
Gangster frá Árgerði

Gangster og Nökkvi eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Gangster frá Árgerði 8,63. Gangster hefur átt farsælan keppnisferil, var m.a. í úrslitum í a-flokki á landsmóti 2014. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og prúðleika. Myndband af Gangster af WorldFeng.

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili 8,66. Nökkvi sigraði í B-flokki á landsmóti 2016 með einkunnina 9,21. Nökkvi hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herða/bóga, bak og lend og hófa. Myndband af Nökkva af WorldFeng.