Stóðhestaveislan í Rangárhöllinni 19.mars

15. mars 2011
Fréttir
Senn líður að hinni vinsælu stóðhestaveislu Rangárhallarinnar á Hellu. Verður hún næsta laugardag 19.mars. Fleiri hestar hafa bæst við og verður þetta frábær sýning sem engin má láta fram hjá sér fara. Senn líður að hinni vinsælu stóðhestaveislu Rangárhallarinnar á Hellu. Verður hún næsta laugardag 19.mars. Fleiri hestar hafa bæst við og verður þetta frábær sýning sem engin má láta fram hjá sér fara. Þeir hestar sem bæst hafa við eru Þulur frá Hólum, Gljúfri frá Berg, Kolviður frá Strandarhöfði, Ísak frá Skíðbakka 1, Skuggi frá Hofi 1, Kórall frá Lækjarbotnum, Sæhylur frá Stóru-Hildisey, Bjarkar frá Tóftum, Ketill frá Kvistum og Stígandi frá Stóra-hofi. Fleiri munu svo verða kynntir þegar líður á vikuna þannig að það er um að gera að fylgjast með. Forsala aðgönumiða fara fram í Fóðurblöndunni á Hvolsvelli, Klippistofunni á Hellu, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og Líflandi í Reykjavík.

Rangárhöllin