Stóðhestadagur Eiðfaxa

27. apríl 2012
Fréttir
Brávellir á Selfossi verður sveipaður dýrðarljóma laugardaginn 28. apríl þegar Stóðhestadagur Eiðfaxa og hestamannafélagsins Sleipnis fer fram. Brávellir á Selfossi verður sveipaður dýrðarljóma laugardaginn 28. apríl þegar Stóðhestadagur Eiðfaxa og hestamannafélagsins Sleipnis fer fram.

Þar munu bæði ungir og ósýndir og aðrir þekktari stóðhestar vera kynntir og sýndir en dagurinn er hugsaður sem vettvangur til að kynna marga af bestu stóðhestum landsins fyrir áhugasömum ræktendum. Meðal þeirra sem koma fram eru:

•    Þóroddur frá Þóroddsstöðum með afkvæmum
•    Afkvæmi Víðis frá Prestsbakka
•    Álmur frá Skjálg
•    Barði frá Laugarbökkum
•    Flögri frá Sólvangi
•    Gjafar frá Hvoli
•    Hringur frá Fossi
•    Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
•    Kiljan frá Steinnesi
•    Loki frá Selfossi
•    Ómur frá Kvistum
•    Vaðall frá Akranesi

Meðal ósýndra hrossa verða:
•    Böðvar frá Tóftum
•    Kjarkur frá Melbakka
•    Krókus frá Dalbæ
•    Sæmundur frá Vesturkoti

Auk sýninga stóðhestanna mun Þorvaldur Árni Þorvaldsson standa fyrir sýnikennslu í reiðhöll Sleipnis.  Þá verða heiðursjarlinn Gári frá Auðsholtshjáleigu, stólpaskepnan Víðir frá Prestsbakka og vonarstjarnan Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsgarði til sýnis inn í reiðhöll félagsins og geta gestir og gangandi virt þessa glæsigripi fyrir sér.

Stóðhestadagurinn hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis!

Allir velkomnir á Brávelli!