Stjörnutölt Léttis

 

Hið árlega Stjörnutölt Léttis verður haldið í Léttshöllinni 21. mars.

24 knapar hafa staðfest komu sína og eru þeir allir kynntir á www.lettir.is

Ísólfur Líndal sigurvegari gæðingafimi Meistaradeildar mun vera með sýnikennslu í gæðingafimi kl. 20:00 og hefst keppnin að henni lokinni.

Það kostar 2000 kr. inn og frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Sannkölluð töltveisla sem enginn hestamaður lætur framhjá sér fara.

Stjörnutöltsnefnd Léttis