Stjörnur í stóðhestum á Ístölti - Þeir allra sterkustu

Álfur frá Selfossi mætir á svellið. Knapi Erlingur Erlingsson.
Álfur frá Selfossi mætir á svellið. Knapi Erlingur Erlingsson.
Það verða stjörnur í stóðhestasýningu á Ístölti – Þeir allra sterkustu. Fyrstan skal þar nefna Álf frá Selfossi, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölda fólks og hrífur alltaf brekkuna með sér. Knapi Erlingur Erlingsson. Hinn fífilbleiki Ómur frá Kvistum sló í gegn á LM2008, stóð þar efstur í 5 vetra flokki. Knapi á honum er Kristjón Kristjánsson. Það verða stjörnur í stóðhestasýningu á Ístölti – Þeir allra sterkustu. Fyrstan skal þar nefna Álf frá Selfossi, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölda fólks og hrífur alltaf brekkuna með sér. Knapi Erlingur Erlingsson. Hinn fífilbleiki Ómur frá Kvistum sló í gegn á LM2008, stóð þar efstur í 5 vetra flokki. Knapi á honum er Kristjón Kristjánsson.

Straumur frá Breiðholti er feikna glæsilegur hestur, undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Hinrik Bragason var með Straum á Svínavatni í vetur þar sem hann var í topp baráttunni í A flokki. Klængur frá Skálakoti er þekktur glæsihestur í röðum stóðhesta, með 9,0 fyrir tölt og brokk. Knapi Vignir Siggeirsson. Fróði frá Staðartungu er enn einn glæsihesturinn, flugvakur en en ekki síður flottur á tölti. Knapi er eigandinn, Jón Pétur Ólafsson.

Einnig koma fram þrír minna þekktir stóðhestar. Fyrstan skal þar nefna Al frá Lundum, sem er sammæðra þeim Auði og Arði frá Lundum. Alur er undan Kolfinni frá Kjarnholtum. Knapi á honum er Jakob Sigurðsson. Hin unga en stórefnilega reiðkona, Sara Sigurbjörnsdóttir, mætir með stóðhestinn Hlyn frá Oddhóli, sem er undan Óskari frá Litla-Dal, og Anna Valdimarsdóttir með Lúkas frá Hafsteinsstöðum, sem er undan Markúsi frá Langholtsparti og gæðingamóðurinni Sýn frá Hafsteinsstöðum.

Rétt er að minna á að miðasala stendur yfir í hestavöruverslununum Líflandi og Baldvin og Þorvaldi á Selfossi.