Sterkur fimmgangur á HM úrtöku

Sigurður V. Matthíasson á Birtingi frá Selá.
Sigurður V. Matthíasson á Birtingi frá Selá.
Búast má við afar spennandi keppni í fimmgangi á HM úrtökunni sem fram fer í Fáki 16. og 18. júní. Tveir Íslandsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009 munu eigast þar við. Búast má við afar spennandi keppni í fimmgangi á HM úrtökunni sem fram fer í Fáki 16. og 18. júní. Tveir Íslandsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009 munu eigast þar við.

Sigurður Matthíasson og Birtingur frá Selá hafa tvisvar orðið Reykjavíkurmeistarar í fimmgangi og Íslandsmeistarar í meistaraflokki í fyrra. Einnig Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði. Þeir verða því að teljast sterkir kandidatar ef ekkert klikkar.

Guðmundur Björvinsson og Vár frá Vestra-Fíflholti urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki í fimmgangi í fyrra og í fyrsta til öðru sæti í fimmgangi á íþróttamóti Geysis í vor með 7,48 í einkunn. Guðmundur ætlar að einbeita sér að fimmganginum.

Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga komu á óvart þegar þeir unnu fimmgang í Meistaradeild VÍS í vetur. Þeir geta því orðið skeinuhættir í úrtöku. Ögri er einnig sterkur í gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Þeir eru taldir eiga góða möguleika, bæði í úrtöku og í liðstjóravali.

Jakob Sigurðsson hefur verið með spennandi fimmgangshest í keppni síðastliðin tvö ár, Vörð frá Árbæ, son Vigdísar frá Feti. Fram að þessu hefur Vörður ekki náð að sanna sig í röð þeirra fremstu, en svo virðist sem góðir hlutir séu að gerast hjá þeim þessa dagana. Hestur sem gæti gert góða hluti ef hann smellur saman.

Daníel Jónsson hefur íhugað að skrá sig í fimmgang með Tón frá Ólafsbergi, en þeir félagar hafa sýnt afar góð tilþrif í þeirri grein í vetur og vor. Daníel var þó ekki búinn að taka endanlega ákvörðun þegar lhhestar.is höfðu samband við hann í dag.

Síðasti skráningardagur í HM úrtöku er á morgun, 12. júní.