Staðarhaldari - umsóknarfrestur til fimmtudags.

 

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsjónarmanni með ferðaþjónustu sambandsins á Skógarhólum.

Hlutverk umsjónarmannsins er meðal annars:

  • Taka þátt í undirbúningi staðarins fyrir sumarið
  • Taka niður bókanir gesta
  • Móttaka gesta 

Einnig verður hann að sjá til þess að staðurinn sé okkur til sóma er varðar umgengni og þjónustu við gesti staðarins.

Greiðsluform er annarsvegar fastar greiðslur og hinsvegar hluti af innkomu.

Áhugasamir sendi inn umsókn á lh@lhhestar.is með öllum helstu upplýsingum eða hringið í síma 514-4030.

Umsóknarfresturinn er til Sumardagsins fyrsta, 21. apríl.