Sportfengsnámskeið

LH mun standa fyrir Sportfengsnámskeiði mánudaginn kemur, þann 7. maí n.k. á Akureyri. Mótshaldarar, ritarar, tölvufólk og dómarar eru hvattir til að mæta og kynnast nýja kerfinu. 

Námskeiðið hefst kl. 18:00 í Skeifunni, veislusalnum í reiðhöll þeirra Léttismanna. 

Athugið að þetta námskeið er hugsað fyrir öll félögin á Norðurlandi og Norðvesturlandi og hreinlega alla þá sem tök hafa á!