Spennandi undirbúningstímabil framundan

Landsliðsnefnd LH og Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins sem fer á HM í Berlín í ágúst, hafa sett saman dagskrá fyrir áhugasama landsliðskandídata fram á vor. Dagskráin felur í sér námskeiða- og fyrirlestraröð með úrvals reiðkennurum, þjálfurum og fyrirlesurum.

Landsliðsnefnd LH og Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins sem fer á HM í Berlín í ágúst, hafa sett saman dagskrá fyrir áhugasama landsliðskandídata fram á vor. Dagskráin felur í sér námskeiða- og fyrirlestraröð með þekktum reiðkennurum, þjálfurum og fyrirlesurum.

NÁMSKEIÐ

Námskeiðin verða tvískipt. Annars vegar verða þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble með námskeið fyrir ungmenni. Þetta eru fjórar helgar:

 1. 26. – 27. janúar
 2. 16. – 17. febrúar
 3. 6. – 7. apríl

Á námskeiðaröð fyrir fullorðna verður aðalkennarinn Julio Borba og þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble til aðstoðar. Í boði verða þrjár helgar:

 1. 19. – 20. janúar – LOKIÐ
 2. 26. – 28. febrúar
 3. 20. – 22. apríl

Skráningar fara fram hjá liðsstjóra og skulu þær berast með tölvupósti á netfangið lidsstjori@lhhestar.is. Fram þarf að koma nafn knapa, sími, netfang og nafn hests. Einungis er hægt að skrá á eitt námskeið í einu, þ.e. það námskeið sem næst er á dagskránni.

Námskeiðin fara fram í reiðhöll Eldhesta og hefjast kl. 9:00. Þau eru ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á undirbúningi fyrir HM-úrtöku í júní.

FYRIRLESTRAR

Fjölbreyttir fræðslufyrirlestrar verða í boði í vetur og a.m.k ein sýnikennsla.

Febrúar:

 • Sigríður Björnsdóttir dýralæknir – sóttvarnir, munnáverkar og álagsmeiðsl
 • Sigurður Torfi - hófhirða
 • Arnar Grant - heilsurækt og mataræði

Fundur haldinn í húsakynnum ÍSÍ 19. febrúar kl. 17:00

Mars:

 • Liðstjóri fer yfir verkefni og stöðu mála
 • Hulda G. Geirsdóttir og Hörður Hákonarson alþjóðadómarar - áherslur dóma og dómskala

Fundur haldinn í húsakynnum ÍSÍ 12. mars kl. 17:00

 

Apríl:

 • Liðsstjóri fer yfir stöðu mála
 • Sýnikennsla: Jóhann Skúlason & Agnar Snorri Stefánsson

Sýnikennslan verður  í reiðhöllinni hjá Eldhestum föstudaginn 5. apríl kl. 16:00

 

Júní:

 • Keppnisfyrirlestur og keppnistækni

Fyrirlesarar:  Alfreð Gíslason og Sigurbjörn Bárðarson ódagsett

 • Keppnisfyrirlestur og keppnistækni

Fyrirlesarar: Guðmundur Guðmundsson og Sigurður Sæmundsson

Þessir fyrirlestrar eru ódagsettir vegna þess að ekki er vitað nákvæmlega hvenær og hvar þeir verða. En þessir fyrirlestrar verða kynntir tímanlega.

 • Úrtaka fyrir HM 12-17  júní í samvinnu við hestamannafélagið Fák og Gullmótið

 

Landsliðsnefnd hvetur áhugasama til að fylgjast með heimasíðu LH hvað varðar tilkynningar frá viðburðum og einnig sérstakur flipi í valmynd síðunnar sem heitir „Landslið“ og þar er að finna allar upplýsingar um dagskrána framundan sem og aðrar upplýsingar tengdar landsliðinu og HM2013.

Landsliðsnefnd LH