Snorri og Linda Rún leiða fjórganginn

16. júní 2009
Fréttir
Snorri Dal og Linda Rún Pétursdóttir eru efst í fjórgangi. Snorri Dal og Linda Rún Pétursdóttir eru efst í fjórgangi. Keppni er nýlokið í fjórgangi á úrtöku fyrir Heimsmeistaramót. Snorri Dal á Oddi frá Selfossi leiðir með einkunnina 7,37, Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu er önnur með einkunnina 7,03 og þriðji er Ríkharður Flemming Jensen á Hæng frá Hæl með einkunnina 6,97.
Í ungmennaflokki er Linda Rún Pétursdóttir á Erni frá Arnarstöðum með einkunnina 7,03, önnur er Vigdís Matthíasdóttir á Vila frá Engihlíð með einkunnina 6,53 og þriðji er Arnar Bjarki Sigurðsson á Blesa frá Laugarvatni með einkunnina 6,43.
Nr. Nafn Hestur
Einkunn
1 Snorri Dal Oddur frá Hvolsvelli
7,37
2 Hulda Gústafsdóttir Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
7,03
3 Ríkharður Flemming Jensen Hængur frá Hæl
6,97
4 Svanhvít Kristjánsdóttir Kaldalóns frá Köldukinn
6,93
5 Sölvi Sigurðarson Óði Blesi frá Lundum
6,90
6 Sigríkur Jónsson Zorró frá Grímsstöðum
6,70
7 Ísólfur Líndal Þórisson Skáti frá Skáney
6,67










Nr. Nafn Hestur
Einkunn
1 Linda Rún Pétursdóttir Örn frá Arnarstöðum UM 7,03
2 Vigdís Matthíasdóttir Vili frá Engihlíð UM 6,53
3 Arnar Bjarki Sigurðarson Blesi frá Laugarvatni UM 6,43
4 Grettir Jónasson Þristur frá Ragnheiðarstöðum UM 6,43
5 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hylur frá Bringu UM 6,10
6 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Zorró frá Álfhólum UM 6,03