Skyndihjálp og reiðleiðir

Sigurjón Hendriksson og Halldór Halldórsson verða með fyrirlestur í Glaðheimum 22. nóv. kl. 19:30. Sigurjón Hendriksson og Halldór Halldórsson verða með fyrirlestur í Glaðheimum 22. nóv. kl. 19:30.
Sigurjón Hendriksson verður með fyrirlestur um öryggismál fyrir hestamenn. Hvað á að gerast ef óhöpp verða, fyrsta hjálp, hvað ber að gera, teikn og einkenni, ósk um aðstoð, samskipti og spurningar neyðarlínu. Einnig verður farið í sjúkrabúnað sem gott er að hafa með sér í styttri og lengri ferðir.

Halldór Halldórsson formaður reiðveganefndar Andvara verður með kynningu á reiðleiðum á nýja félagssvæðinu.

Athugið breyttan tíma. Fyrirlesturinn er í boði Gusts.