Skráningarkerfi hestamannafélaga

Þriðjudaginn 11.desember næstkomandi kl 18:00 verður kynnt skráningarkerfi hestamannafélaganna (skráningarkerfi fyrir mót / námskeið /greiðslur) í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.

Þriðjudaginn 11.desember næstkomandi kl 18:00 verður kynnt skráningarkerfi hestamannafélaganna (skráningarkerfi fyrir mót / námskeið /greiðslur) í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.

Þetta nýja kerfi verður tengt við Worldfeng og Sportfeng, það kerfi sem notað er á mörgum mótum hestamannafélaganna og með þessari nýjung getur keppandi eða þátttakandi á námskeiðum á vegum félagsins skráð sig sjálfur rafrænt og greitt sín gjöld í leiðinni.

Hvetjum við öll þau félög sem tök hafa á að senda fólk á kynninguna sem starfa í móta/æskulýðs/fræðslunefndum félaganna.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 7.desember næstkomandi á lh@isi.is