Skráningarfrestur úrtöku "Þeir allra sterkustu"

Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldin sunnudaginn 20.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. Átta efstu hestum í úrtöku verður boðið að taka þátt í Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram 2.apríl. Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldin sunnudaginn 20.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. Átta efstu hestum í úrtöku verður boðið að taka þátt í Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram 2.apríl. Þar munu mæta til leiks glæsilegir töltarar og margir af fremstu knöpum landsins. Skráningargjaldið er 4.500 kr.  18 ára aldurstakmark.

Skráning fer fram á heimasíðunni http://www.gustarar.is/. Skráning hefst þriðjudaginn 15.mars og stendur til fimmtudagsins 17.mars.

Athugið! Takmarkaður fjöldi knapa er í úrtökuna en hver knapi má mæta með 2 hesta í úrtöku. Fyrstur kemur, fyrstur fær.