Skráningar fyrir "Ískalda" hefjast í næstu viku

 

Opnað verður fyrir skráningar fyrir fyrsta ísmót LH „Ískaldir hestamenn“ í næstu viku.  Mótið verður í Skautahöllinni í Laugardalnum þann 7. mars nk. Keppt verður í tveimur flokkum, ungmenni 16-21 árs og áhugamenn.

Skráningar hefjast kl. 20 miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi, mikil áhugi hefur myndast fyrir þessu nýja móti og mun vera lokað fyrir skráningar um leið og ákveðnum fjölda hefur verið náð. Reynslan sýnir að ótrúlega skamman tíma tekur að fylla upp í skráningar „kvótan“. 

Athugið að skráning verður ekki tekin gild fyrr en greiðsla liggur fyrir. Þátttökugjaldið verða kr. 12.000 krónur og renna þær í sjóð fyrir íslenska landsliðið sem leggur leið sína á HM í Herning í sumar.

Eigum skemmtilega kvöldstund saman og styrkjum landsliðið okkar í hestaíþróttum.