Skráningar á Íslandsmót og stöðulistar

22. júní 2021
Fréttir

Opið er fyrir skráningu keppenda á Íslandsmót og þeir sem eru í öruggu sæti á stöðulista eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráningu líkur á fimmtudagskvöld 24. júní. Pörum, sem eru  í næstu sætum inn á lista, er óhætt að skrá ef ljóst er að pör sem eru ofar á listanum muni ekki mæta, og þannig færist viðkomandi ofar á listann. Ef sami hestur kemur oftar en einu sinni fyrir á stöðulistanum, með mismunandi knapa, á hann aðeins rétt á að mæta með einum knapa. Hestar sem talið er víst að muni ekki mæta eru merktir með stjörnu á stöðulistanum.

Nokkur punktamót verða haldin í vikunni sem telja til árangurs inn á Íslandsmót og verður stöðulistinn uppfærður í lok hvers móts. Endanlegur stöðulisti liggur fyrir á föstudag 25. júní.

Þegar skráningu lýkur verður haft samband við þá sem eru næstir inn í hverri grein skv. endanlegum stöðulista, og þeim boðin þátttaka. Ef pör sem eru næst inn eru með sömu einkunn verður farið í aukastafi, og ef pörin eru enn jöfn eftir það verður þeim báðum boðin þátttaka. 

Par sem er í öruggu sæti í einni grein getur skráð í aðra grein sem telur til samanlagðs sigurvegara ef það á einnig árangur í þeirri grein, þó sá árangur dugi ekki til að vera á stöðulista. 

Ef spurningar vakna varðandi skráningar má hafa samband við Skrifstofu LH 514 4030 eða lh@lhhestar.is.

Stöðulisti í flokki fullorðinna

Stöðulisti í ungmennaflokki