Skráningar á Ískalda

 

Skráningar fyrir fyrsta ísmót Landssambands hestamannafélaga, Ískaldir hestamenn er í fullum gangi. Vegna tæknilegra örðugleika gekk nokkrum erfiðlega að skrá sig í gærkvöldi en enn eru nóg pláss eftir. Ískaldir hestamenn er spennandi mót þar sem ungmenni 16-21 árs og áhugamenn á öllum aldri fá að spreyta sig á ísnum. Um að gera að taka þátt til styrktar góðu málefni. Skráningargjaldið er kr. 12.000 og rennur til landsliðsins okkar í hestaíþróttum. Skráning á www.sportfengur.com og skraning.sportfengur.com

Mótið hefst kl. 16:30 í Skautahöll Reykjavíkur

1000 kr. Aðgangseyri fyrir áhorfendur og frítt fyrir 12 ára og yngri.