SKRÁNING HAFIN Á KVENNATÖLTIÐ

Skráning á hið eina sanna Kvennatölt Spretts er hafin og stendur yfir til miðnættis 7. apríl nk. Mótið sem er í boði Mercedes-Benz að þessu sinni verður veglegt sem fyrr og boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

 

1. flokkur opinn

- opinn öllum sem vilja. Gert er ráð fyrir að reynslumiklir knapar skrái sig í þennan flokk. 

2. flokkur opinn

- ætlaður konum sem eru nokkuð vanar í keppni.

3. flokkur - Minna vanar (ATH! Við skráningu veljið Opinn flokk, T3 til að skrá í þennan flokk).

- ætlaður konum sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.

4. flokkur - Byrjendur (ATH! Opinn flokkur T7 í skráningu).

- ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa nánast enga reynslu.

ATH!

- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.

- Hafi keppandi komist þrisvar í A-úrslit í 1., 2. eða 3. styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk. (Ath. má þó færast upp um flokk fyrr). 

- Hafi keppandi komist tvisvar í A-úrslit í byrjendaflokki skal viðkomandi færast upp.

Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki! 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að hafa samband við knapa telji hún skráninguna ekki í samræmi við getu/reynslu viðkomandi.

Í byrjendaflokki eru þrír keppendur saman í holli, riðið er samkvæmt reglum í T7 töltkeppni, sýnt er hægt tölt, snúið við og svo sýnt tölt á frjálsri ferð (fegurðartölt).

Í öllum öðrum flokkum eru 2-3 keppendur saman í holli, riðið samkvæmt reglum í T3 töltkeppni, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt.

A og B úrslit í öllum flokkum.

Aldurstakmark til þátttöku er 18 ár (miðað er við ungmennaflokkinn).

Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest til þátttöku, en komi keppandi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.

Skráningargjald er kr. 5.500.
Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst, en dregið verður úr fyrstu 50 skráningunum og hlýtur ein heppin glæsilega ilmvatns gjafaöskju frá Mercedes-Benz.

ATHUGIÐ AÐ SKRÁNING ER Á ÁBYRGÐ KEPPANDA, hugið vel að því að velja rétta hönd og flokk. Komi upp vandræði við skráningu má hafa samband við Hrafnhildi í síma 695 2391, netfang hrafnpal@gmail.com eða Erlu 848 4685, netfang erlam6@gmail.com.

 

Mótið fer fram laugardaginn 14. mars nk. í Samskipahöllinni í Kópavogi og er stefnt að því að byrja forkeppni um hádegisbilið, en úrslitakeppnin fer fram að kvöldi til og boðið verður upp á skemmtikvöld í veislusalnum í framhaldinu.

Mótið er opið og allar konur velkomnar til þátttöku!