Skráning er hafin í Bellutöltið

Skráning er hafin í skemmtilegasta mót ársins ;) Bellutölt.

Þemað í ár er RAUTT í tilefni þess að Léttir á 90 ára afmæli.

Skáning er í Líflandi og kostar 2000 kr. í töltið og 3000 kr. á konukvöldið (enginn posi). 

Skráningu lýkur kl. 18:00 þann 03. maí.

Við hvetjum allar konur að koma í Léttishöllina og eiga góða stund saman. Eftir matinn ætlum við að skemmta okkur saman fram á rauða nótt!

Með kveðju, Bellurnar