Skráning á Opna Orginal áhugamannamót Fáks 4.–5.júní

Tekið verður á móti skráningum í  kvöld milli klukkan 18:00 og 20:00 í Reiðhöllinni Víðidal og á sama tíma í símum 567 0100 / 567 2166 / 820 1117. Tekið verður á móti skráningum í  kvöld milli klukkan 18:00 og 20:00 í Reiðhöllinni Víðidal og á sama tíma í símum 567 0100 / 567 2166 / 820 1117.

Við skráningu þarf að hafa tiltækt nafn og kennitölu knapa, IS-númer, nafn og uppruna hests, í hvaða flokk á að skrá og kortanúmer fyrir skráningargjöldum.

Verð fyrir hverja skráningu er 3.000,- kr.

Fákur hvetur alla áhugamenn hvort sem er vana, meiri vana eða byrjendur að taka þátt og velja sér flokk við hæfi.  Mælt er með því að keppendur sem hafa náð 6,4 eða hærra í forkeppni í tölti og 6,1 eða hærra í fjórgangi skrái sig í meira vana.

Í byrjendaflokki verður einungis riðið hægt tölt upp á aðra hönd og yfirferðar tölt upp á hina. Boðið verður upp á einn flokk í fimmgangi ef næg þátttaka fæst.

Aldurstakmark er 22 ára.