Skráning á opna Barkamótið

17. mars 2011
Fréttir
Barkamótið í Reiðhöllinni í Víðidal er orðið eitt vinsælasta töltmótið innanhúss. Á laugardaginn kemur, þann 19. febrúar fer mótið fram og að venju verður það glæsilegt í alla staði. Barkamótið í Reiðhöllinni í Víðidal er orðið eitt vinsælasta töltmótið innanhúss. Á laugardaginn kemur, þann 19. febrúar fer mótið fram og að venju verður það glæsilegt í alla staði.

Enda margir af bestu hestum landsins sem etja kappi um verðlaunafé. Keppt verður í þremur flokkum: 17 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Tveir keppendur verða inná vellinum í einu og ríða hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt eftir fyrirmælum þular.

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 17.mars kl. 17:00. Tekið er við skráningum í síma 567 0100 gegn greiðslu með kortanúmeri. Skráningargjaldið er kr. 3000 í opnum og áhugamannaflokki en kr. 2000 í flokki 17 ára og yngri.

Veitingasalan verður opin í Reiðhöllinni og gaman að koma sama á laugardagskvöldi og horfa á góða töltara etja kappi.