Skráning á opið Íþróttamót Spretts (WR) og úrtöku fyrir HM

02. júní 2015

 

Skráning er hafin á opið Íþróttamót Spretts (WR) og Úrtöku fyrir HM sem haldið verður 10-14 júni n.k. á félagssvæði Spretts.

Dagskráin verður þannig að fyrri úrtakan verður miðvikudaginn 10 júni og sú seinni verður á sjálfu Íþróttamótinu sem hefst formlega föstudaginn 12 júni.

Skráning er á  sportfengur.com og stendur til miðnættis 7 júni.

Vinsamlegast athugið að þeir sem eru að skrá sig í úrtökuna þurfa að velja viðburðinn „Úrtaka fyrir HM“

Þeir sem skrá sig á Íþróttamótið skrá sig undir viðburðinn  „Opið Íþróttamót Spretts“

Keppt verður í eftirtöldum flokkum og greinum:

Meistaraflokkur:  Fjórgangur V1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Fimmgangur F1 – Gæðingaskeið

1.Flokkur : Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T2 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

2.Flokkur :  Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T2 – Tölt T7 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Ungmennaflokkur :  Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T2 – Tölt T7 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Unglingaflokkur : Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T2 – Tölt T7 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið

Barnaflokkur :  Fjógangur V2 – Tölt T3 – Tölt T7

Kappskeiðreiðar :  100m skeið – 150m skeið – 250 m skeið

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef það næst ekki nægileg þátttaka.

Skráningagjöld eru :

Úrtaka fyrir HM kr. 6.000 pr úrtöku (kr. 12.000 fyrir tvöfalda úrtöku)

Meistaraflokkur og gæðingaskeið kr. 5500

1 og  2 flokkur og Ungmennaflokkur  kr. 5000

Unglinga- og barnaflokkur kr. 3000

Skeiðgreinar kr. 3000

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Karen netfangið kas49@hi.is eða á Huldu á netfangið huldafinns07@gmail.com