Skráning á folaldasýningu Sörla í fullum gangi – 5.mars

Skráning á folaldasýningu Sörla sem haldin verður að Sörlastöðum næstkomandi laugardag er í fullum gangi. Skráning á folaldasýningu Sörla sem haldin verður að Sörlastöðum næstkomandi laugardag er í fullum gangi. Senda skal skráningu á netfangið bryndis@topphross.com og fram skal koma IS númer folalds, nafn folalds, uppruni, kyn, litur, móðir, faðir, eigandi og ræktandi. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir fyrsta folald, 1.000 kr. fyrir hin folöldin ef eigandi skráir fleiri en eitt folald. Folaldasýningin er opin öllum, allir hestamenn geta mætt með sín folöld. Frítt verður inn á sýninguna og kaffisala verður opin. 
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti fimmtudagsins 3. mars.
Greiða skal skráningargjald á reikning nr. 1101-05-400639, kt. 190685-3069 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið bryndis@topphross.com. Setja skal nafn folalds sem skýringu á millifærslunni.

Tollar undir frábæra stóðhesta og efnilega ungfola verða boðnir upp í hléi og verðlaun fyrir efstu 6 folöld í hvorum flokki eru vegleg.

Kynbótanefnd Sörla