Skeiðmót í Hafnarfirði

08. apríl 2010
Fréttir
Næsta laugardag verður Skeiðmót Meistaradeildar VÍS. Í ár verður mótið haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Mótið hefst klukkan 14:00. Á mótinu verður keppt í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Má gera ráð fyrir mjög harðri keppni þar sem margir af sterkustu skeiðhestum landsins eru skráðir til leiks. Ráslistar verða birtir á morgun fimmtudag. Næsta laugardag verður Skeiðmót Meistaradeildar VÍS. Í ár verður mótið haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Mótið hefst klukkan 14:00. Á mótinu verður keppt í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Má gera ráð fyrir mjög harðri keppni þar sem margir af sterkustu skeiðhestum landsins eru skráðir til leiks. Ráslistar verða birtir á morgun fimmtudag. Aðgangur að mótinu er ókeypis. Því er um að gera fyrir skeiðáhugamenn og áhangendur Meistaradeildar VÍS að fjölmenna í Hafnarfjörð á laugardaginn.

Sala á happadrættismiðum Meistaradeildar VÍS er enn í fullum gangi og er til mikils að vinna því í vinning eru folatollar undir marga af þekktustu stóðhestum landsins. En stóðhestarnir eru eftirfarandi:

Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,28 Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum, f.ár 2007 Ás frá Ármóti, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,45 Brimnir frá Ketilsstöðum, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,33 Dofri frá Steinnesi, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,22 Frosti frá Efri-Rauðalæk, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26 Kjarni frá Þjóðólfshaga, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,30 Leiknir frá Vakurstöðum, f.ár 1999, aðaleinkunn 8,28 Ljóni frá Ketilsstöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26 Óskar frá Blesastöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,22 Straumur frá Breiðholti, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,41 Sædynur frá Múla, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,34 Sær frá Bakkakoti, f.ár 1997, aðaleinkunn 8,62 Vilmundur frá Feti, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,56 Þeyr frá Akranesi, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,55