Sjálfboðaliðakynning

Hefur þú tíma aflögu 1 sinni í viku í klukkutíma? Hefurðu áhuga á mannlegum samskiptum? Viltu vera í frábærum félagsskap? Ertu jákvæður og vilt gefa af þér? = Þá erum við að leita að þér!!

 

Hefur þú tíma aflögu 1 sinni í viku í klukkutíma?

Hefurðu áhuga á mannlegum samskiptum?

Viltu vera í frábærum félagsskap?

Ertu jákvæður og vilt gefa af þér?

=  Þá erum við að leita að þér!!

Hestamannafélagið Hörður - Fræðslunefnd fatlaðra býður upp á sjálfboðaliðakynningu á reiðnámskeiðum fyrir börn og ungmenni með fötlun þann 6. mars næstkomandi í félagsheimili Harðar Mosfellsbæ frá kl. 20 – 22.

Markmiðið er að kynna fyrir þeim sem hafa áhuga á starfinu hvað felst í því að vera sjálfboðaliði og aðstoða okkur með nemendur okkar á námskeiðinum okkar.

Sendið okkur póst á netfangið reidnamskeid@gmail.com til að skrá ykkur á kynninguna eða hringið í síma 8997299.

Léttar veitingar í boði.

ALLIR VELKOMNIR!