Sindri hlaut æskulýðsbikar LH

08. nóvember 2013
Fréttir
Æskulýðsnefnd Sindra og formaður taka við bikarnum
Í dag er stór dagur hjá hestamannafélögunum í landinu en formannafundur LH er haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Æskulýðsbikar LH er veittur árlega, annað hvort á formannafundi eða á landsþingi.

Í dag er stór dagur hjá hestamannafélögunum í landinu en formannafundur LH er haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Æskulýðsbikar LH er veittur árlega, annað hvort á formannafundi eða á landsþingi. 

Það var hestamannafélagið Sindri í Vík í Mýrdal sem hlaut æskulýðsbikarinn í ár en eins og Helga Björg Helgadóttir formaður æskulýðsnefndar LH sagði við afhendinguna, þá voru mörg önnur félög verðugir bikarhafar, eins og Fákur, Sörli, Hörður og Brimfaxi svo einhver séu nefnd. 

Æskulýðsstarfið í Sindra var mikið og fjölbreytt, t.d. bingó, reiðskólar, fyrirlestrar, skemmtikvöld, leikjadagur, æskulýðsreiðtúrar, mót, námskeið og sýningar. 

Aldrei hafa fleiri æskulýðsskýrslur borist skrifstofu LH frá hestamannafélögunum en alls bárust 27 skýrslur, sem gefa glöggt vitni um öflugt æskulýðsstarf um allt land. Skýrslur þessar munu birtast á vef LH eftir helgina. 

Til hamingju Sindri með frábæran árangur!