Sigurður Matthíasson vann brons í PP1

05. ágúst 2010
Fréttir
Sigurður Matthíasson og Vár frá Vestra-Fíflholti unnu brons í PP1. Mynd BB.
Í gær, miðvikudag 5.ágúst, hófst Norðurlandamót íslenska hestsins í Ypaja í Finnlandi. Keppni hófst á fjórgangi í gærmorgun og þar stendur langefstur eftir forkeppni Nils-Christian Larsen á Sjólasyninum Rey frá Dalbæ með einkunnina 7,83. Í gær, miðvikudag 5.ágúst, hófst Norðurlandamót íslenska hestsins í Ypaja í Finnlandi. Keppni hófst á fjórgangi í gærmorgun og þar stendur langefstur eftir forkeppni Nils-Christian Larsen á Sjólasyninum Rey frá Dalbæ með einkunnina 7,83. Nils-Christian og Reyr keppa fyrir hönd Noregs. Íslendingurinn Denni Hauksson stóð sig með ágætum á hryssunni Venus fra Hockbo og endaði eftir forkeppni í 5.sæti með einkunnina 6,87. Í keppni ungmenna í fjórgangi stendur efst Oda Ugland á Hárek frá Vindási og keppir hún fyrir Noreg. Á hæla hennar kemur Íslendingurinn Bergrún Ingólfsdóttir á Gelli frá Árbakka. Skúli Þór Jóhannsson og Þór frá Ketu stóðu sig einnig með prýði og enduðu eftir forkeppni í 8.sæti og ríða því b-úrslit.

Keppni í gæðingaskeiði lauk einnig í gær, miðvikudag, og þar stóð uppi sem sigurvegari sænski Íslendingurinn Guðmundur Einarsson. Sigurður Matthíasson hélt uppi heiðri Íslendinga og náði 3.sætinu á hestinum Vá frá Vestra-Fíflholti með einkunnina 7,31. Glæsilegt það.

Í dag heldur keppni áfram í T1 og T2.