Sigurbjörn ríður á vaðið

20. desember 2010
Fréttir
Félag Tamningamanna fer nú af stað á nýjan leik með sýnikennslur fyrir félagsmenn sína og almenning. Félag Tamningamanna fer nú af stað á nýjan leik með sýnikennslur fyrir félagsmenn sína og almenning.

Sigurbjörn Bárðarson, tamningameistari FT og knapi ársins 2010, mun ríða á vaðið og fjalla um notkun mismunandi beislabúnaðar við þjálfun almennt. Sigurbjörn hefur gríðarlega víðtæka þekkingu á beislabúnaði og verður án efa mjög fróðlegt að fylgjast með meistaranum.

Sýnikennslan verður haldin í reiðhöll Gusts þann 30.desember kl.20:00. Frítt inn fyrir skuldlausa félagsmenn FT, 1000kr fyrir aðra.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn FT.