Sigurbjörn með fyrirlestur og sýnikennslu í Sörla

01. mars 2010
Fréttir
Ert þú kominn í keppnisgírinn ?? Eða langar þig að vita hvernig atvinnumenn undirbúa og þjálfa sína hesta fyrir keppni ?? Sigurbjörn Bárðarson mun heimsækja okkur í Sörla á Sörlastaði og vera með fyrilestur á miðvikudagskvöldið 3 mars. kl 19:00  þar sem hann fer yfir undirbúning og þjálfun með keppni í huga. Ert þú kominn í keppnisgírinn ?? Eða langar þig að vita hvernig atvinnumenn undirbúa og þjálfa sína hesta fyrir keppni ?? Sigurbjörn Bárðarson mun heimsækja okkur í Sörla á Sörlastaði og vera með fyrilestur á miðvikudagskvöldið 3 mars. kl 19:00  þar sem hann fer yfir undirbúning og þjálfun með keppni í huga. Síðan á föstudagskvöldið 5 mars kl 19:00 mun hann vera með sýnikennslu og fara á bak hestum frá Sörlafélögum  Sigurbjörn mun benda á það sem betur má fara, fara á bak hestunum sýna þá og skýra vinnu sína. og sína í verki hvernig hann reynir að bæta þá.
 
Hér er í boði spennandi sýnikennslu hjá okkar mesta reynslubolta. Þetta láta hestamenn ekki fram hjá sér fara.
 
Fyrirlestur 3 mars kl 19:00
Sýnikennsla 5 mars kl 19:00
Staðsetning: Sörlastaðir Hafnarfirði
Aðgangseyrir: kr. 1000.-
 
Allir velkomnir,
Fræðslunefnd Sörla