Sigríkur Jónsson í fyrstu úrtökuna

10. júní 2009
Fréttir
Sigríkur Jónsson á Zorró frá Grímsstöðum.
Sigríkur Jónsson á Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum ætlar að taka þátt í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann keppir á hestinum Zorró frá Grímsstöðum í Landeyjum, Orrasyni frá Þúfu. Sigríkur Jónsson á Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum ætlar að taka þátt í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann keppir á hestinum Zorró frá Grímsstöðum í Landeyjum, Orrasyni frá Þúfu.

Þetta er þriðja árið sem Sigríkur keppir á Zorró og það hefur verið góður stígandi hjá þeim. Hafa oftast náð inn í úrslit á þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt í. Zorró er glæsilegur töltari og fjórgangshestur. Stór og fasmikill. Svartur. Besti árangur þeirra félaga til þessa er fimmta sæti í tölti á Íslandsmóti.

Til gamans má geta að Sigríkur er gamalkunnur á hestamiðstöðinni Reidhof Neckertal, þar sem heimsmeistaramótið verður haldið.
„Það er rétt, ég hef starfað þar af og til síðastliðin þrettán ár, bæði við þjálfun hrossa og reiðkennslu. Síðust árin þó aðallega við reiðkennslu,“ segir Sigríkur. „Það er afskaplega gott og fólk sem rekur þennan stað og ég er alveg viss um að heimsmeistaramótið verður vel skipulagt og skemmtilegt. Staðurin er mjög góður.“