Siggarnir kaupa Suðra frá Holtsmúla

22. desember 2008
Fréttir
Sigurður Ragnarsson í Keflavík og Sigurður Sigurðarson, knapi og tamningamaður, hafa fest kaup á stóðhestinum og Íslandsmeistaranum í fjórgangi, Suðra frá Holtsmúla. Sigurður knapi er þegar byrjaður að þjálfa hestinn og þarf vart að spyrja að því að stefnan er sett á HM2009 í Sviss.Sigurður Ragnarsson í Keflavík og Sigurður Sigurðarson, knapi og tamningamaður, hafa fest kaup á stóðhestinum og Íslandsmeistaranum í fjórgangi, Suðra frá Holtsmúla. Sigurður knapi er þegar byrjaður að þjálfa hestinn og þarf vart að spyrja að því að stefnan er sett á HM2009 í Sviss. Sigurður Ragnarsson í Keflavík og Sigurður Sigurðarson, knapi og tamningamaður, hafa fest kaup á stóðhestinum og Íslandsmeistaranum í fjórgangi, Suðra frá Holtsmúla. Sigurður knapi er þegar byrjaður að þjálfa hestinn og þarf vart að spyrja að því að stefnan er sett á HM2009 í Sviss.

Suðri er einn frægasti stóðhestur á Íslandi. Hann sló fyrst í gegn á stóðhestasýningu í Ölfushöll fjögra vetra. Hljóp þá um salinn án knapa og bræddi alla viðstadda. Hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í fjórgangi hjá hinum snjalla knapa Olil Amble, sem þjálfaði hestinn um nokkurra ára skeið.

Suðri slasaðist á fæti skömmu fyrir Íslandsmótið í hestaíþróttum 2007. Tók ekki þátt þar og hefur verið í hvíld og rólegri þjálfun síðan. Hann er löngu gróinn sára sinna og vetrarþjálfunin er hafin. Hesturinn verður framan af vetri á Skeiðvöllum hjá Sigurði Sæmundssyni, ræktanda og fyrri eiganda. Sigurður Sigurðarson mun þjálfa hann þar til að byrja með.

Suðri er undan Orra frá Þúfu og Skálm frá Köldukinn. Hann er með 8,31 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð, og 9,5 fyrir stökk. Hann á 237 skráð afkvæmi, þar af níu með fyrstu verðlaun og sex til viðbótar með 7,80 og hærra. Afkvæmin eru oftast klárhross.

Á myndinn er Suðri frá Holtsmúla, knapi Olil Amble.