Síðsumarsýning Gaddstaðaflötum –frestað

05. ágúst 2010
Fréttir
Mjög góð þátttaka var á kynbótasýningunni  á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og hafa því komið óskir um að sýningin sem hefjast átti  9. ágúst verði frestað um nokkra daga. Mjög góð þátttaka var á kynbótasýningunni  á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og hafa því komið óskir um að sýningin sem hefjast átti  9. ágúst verði frestað um nokkra daga.

Það hefur því verið ákveðið að vera með tvær dómnefndir að störfum vikuna 16. til 20. ágúst og því trúlegt að þá náist að klára dóma á einni viku. Ef hrossin verða fleiri en svo að hægt sé að ljúka dómum á einni viku hefst sýningin seinnipartinn í næstu viku. Tekið verður við skráningum til mánudagsins 9. ágúst og er það jafnframt síðasti dagur til að ganga frá greiðslum. 

Varðandi þá reglu að láta byggingardóm standa á milli sýninga mun verða hægt að láta byggingardóma standa frá miðsumarsýningunum í lok júlí en ekki sýningum fyrir þann tíma. Reglan er sú að ekki er hægt að láta byggingardóma standa á milli vor og síðsumarsýninga en ákveðið var að miðsumarsýningarnar væru ekki taldar með vorsýningunum.

Rétt er að minna knapa á að samkvæmt ákvörðun sem tekin var hjá fagráði í hrossarækt síðast liðinn vetur og kynnt var á fundum með hrossaræktendum á vetrarfundunum, mun sýningarfyrirkomulag á þessari sýningu verða með öðru sniði. Gerð verður tilraun með blönduðu sýningarformi á beinni braut og hringvelli. Skylt verður að sýna hrossið að lágmarki tvo hringi á hringvellinum en að öðru leyti má sýningin fara fram á beinu brautinni (6 ferðir).  Einn hringur skoðast sem tvær ferðir á beinni braut.

Búnaðarsamband Suðurlands