Síðasti skráningardagur hjá Létti

Í dag er síðasti skráningardagur á opið haustmót Léttis sem haldið verður um helgina. 

Opið haustmót Léttis verður haldið 5-6. september á Hlíðarholtsvelli.

Keppt verður í:

Tölt T1 - barna-, unglinga-, ungmenna-, 1 flokki og opnum flokki.

Tölt T2 (slaktaumatölt) – opinn flokkur

Fjórgangur V1 - barna-, unglinga-, ungmenna-, 1 flokki og opnum flokki.

Fimmgangur F1 –unglingaflokkur og opinn flokkur

Gæðingaskeið og 100m skeið

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

og er skráningargjaldið 3500 kr. fyrir hverja skráningu. Skráningu lýkur 1. september.

Nefndin áskilur sér rétt að fella niður greinar eða mótið í heild sinni ef ekki næst næg þátttaka.

Mótanefnd Léttis.