Sextíu kynbótahross komin inn á FM2009

09. júní 2009
Fréttir
Roði frá Garði er kominn með einkunn inn á FM09. Knapi Bjarni Jónasson.
Sextíu kynbótahross hafa þegar náð lágmörkum inn á FM2009 á Kaldármelum. Fjörutíu og tvö eru með 8,0 og hærra í meðaleinkunn fyrir sköpulag. Seiður frá Flugumýri 2 er með hæstu byggingareinkunnina og Bjarmi frá Lundum og Prinsessa frá Birkihlíð með þá næst hæstu. Sextíu kynbótahross hafa þegar náð lágmörkum inn á FM2009 á Kaldármelum. Fjörutíu og tvö eru með 8,0 og hærra í meðaleinkunn fyrir sköpulag. Seiður frá Flugumýri 2 er með hæstu byggingareinkunnina og Bjarmi frá Lundum og Prinsessa frá Birkihlíð með þá næst hæstu.

Ennþá eiga allmörg hross af þátttkökusvæði FM eftir að koma fyrir dóm. Búast má við að fleiri en áttatíu kynbótahross nái lágmarkseinkunn. Ekki er þó víst að öll kynbótahross sem ná lágmörkum verði sýnd sem slíka á mótinu. Reynslan hefur sýnt að sum fara í gæðingakeppni og önnur eru sýnd með annað að markmiði en Fjórðungsmót.