Sex hlutu gullmerki LH

14. október 2016
Fréttir

60. landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heiðraði samkomuna og flutti setningarávarp.

Sex félagar voru heiðraðir og voru það þau Bjarni Alexandersson, Guðrún Fjelsteð, Bragi Ásgeirsson, Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson. Allir þessir félagar hafa unnið ötullega að framgangi hestamennskunnar á Íslandi hvert á sinn hátt og eru mikilvægir félagsmenn í sínum félögum sem og landssambandinu okkar. Hestamenn þakka þessu fólki fyrir sitt óeigingjarna starf og óska þeim til hamingju með gullmerki sitt. 

Að venju var einning æskulýðsbikar LH afhentur og kom sá heiður í hlut hestamannafélagsins Sörla. Það er æskulýðsnefnd LH sem velur það félag sem hlýtur bikarinn á hverju ári og metur starf æskulýðsnefnda félaganna með innsendum skýrslum þessara nefnda. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir formaður æskulýðsnefndar Sörla veitti bikarnum viðtöku með stolti. Hestamenn óska Sörlafólki innilega til hamingju með frábært starf í æskulýðsmálum. 


Helga B. Helgadóttir formaður æskulýðsnefndar LH afhenti
Sörlafólkinu æskulýðsbikarinn.