Setningarathöfn HM 2019

04. ágúst 2019
Fréttir
Setningarathöfn Heimsmeistaramóts íslenska hestsins 2019 í Berlín fór fram í dag og þar með er mótið formlega hafið. Liðin gengu inn á keppnisvöllinn hvort af öðru og stilltu sér upp í miðju vallarins. Hópreið fór einnig í gegnum borgina allt frá Brandenborgarhliðinu og inn á keppnissvæðið í Karlshorst.
Um helgina hafa verið skipulagðir æfingatímar á keppnisvöllum og á morgun hefjast byggingadómar kynbótahrossa. Alls eru sex kynbótahross frá Íslandi, þrjár hryssur og þrír stóðhestar og fara þau öll í byggingadóm á morgun.