Seiður frá Flugumýri hækkar

09. júní 2009
Fréttir
Seiður frá Flugumýri 2. Knapi Mette Mannseth.
Heimsmeistari 4 vetra stóðhesta frá því á LM2008, Seiður frá Flugumýri, hækkaði um 10 kommur í aðaleinkunn á kynbótasýningu á Blönduósi. Hann hækkar fyrir sköpulag úr 8,48 í 8,57, og fyrir kosti úr 8,39 í 8,49. Heimsmeistari 4 vetra stóðhesta frá því á LM2008, Seiður frá Flugumýri, hækkaði um 10 kommur í aðaleinkunn á kynbótasýningu á Blönduósi. Hann hækkar fyrir sköpulag úr 8,48 í 8,57, og fyrir kosti úr 8,39 í 8,49.

Seiður hækkar úr 8,0 í 8,5 fyrir tölt, en lækkar um hálfan fyrir stökk, úr 9,0 í 8,5. Hann hækkar um hálfan fyrir hófa og prúðleika, úr 8,0 í 8,5. Sýnandi Mette Mannseth.

Fleiri góð hross komu fyrir dóm á sýningunni. Myrkva frá Torfunesi fékk 8,47 í aðaleinkunn, 8 vetra. Sýnandi Mette Mannseth. Grásteinn frá Brekku fékk 8,46 í aðaleinkunn, einnig 8 vetra. Sýnandi Tryggvi Björnsson. Sónata frá Ási er fjórða hrossið með yfir 8,40 í aðaleinkunn, 8,43. Hún er 5 vetra. Sýnandi Gísli Gíslason. Þá fékk 5 vetra stóðhesturinn Penni frá Glæsibæ 8,20 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,46 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir samræmi.