Samtal dómara og knapa

Aðalfundur FT og málfundur um stöðu keppni og sýninga verður haldið miðvikudagskvöldið 6. febrúar í sal reiðhallar Fáks. 

Farið verður yfir málin og rýnt til gagns, hvað er gott og hvað má betur fara. Fulltrúar frá dómarafélögum, RML, keppnisnefnd LH og fulltrúar knapa munu taka til máls, þá verða umræður í hópum, setið fyrir svörum og orðið gefið laust. Niðurstöður fundarins verða sendar til úrvinnslu þangað sem við á.

Aðalfundur hefst kl. 18.00 og málfundur hefst kl. 20.00.

Viltu hafa áhrif?

Félag tamningamanna og Landssamband hestamannafélaga.