Samstarfssamningur við Bílaleigu Akureyrar

22. mars 2011
Fréttir
Haraldur formaður og Bergþór hjá Bílaleigu Akureyrar skrifa undir samstarfssamninginn.
Haraldur Þórarinsson formaður LH/LM og Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar skrifuðu undir samning um samstarf sín á milli á dögunum. Haraldur Þórarinsson formaður LH/LM og Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar skrifuðu undir samning um samstarf sín á milli á dögunum.

Höldur/Bílaleiga Akureyrar er leiðandi fyrirtæki á íslenskum bílaleigumarkaði sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustudrifið og sveigjanlegt með þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð og hefur stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi.
Bílaleiga Akureyrar mun verða mjög sýnilegt á næstu landsmótum og útvega dómarabíla sem og að veita aðra þjónustu. Er það von LH og LM að hestamenn muni nýta sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar ef þörf er á því að ferðast á öðrum  farskjóta en reiðhestinum.