Samstarfssamningur LH og Opinna Kerfa

Pétur Bauer hjá Opnum Kerfum og Haraldur Gunnarsson hjá LH skrifa undir samninginn.
Pétur Bauer hjá Opnum Kerfum og Haraldur Gunnarsson hjá LH skrifa undir samninginn.
Landssamband hestamannafélaga og Opin Kerfi hafa nú skrifað undir samstarfssamning sín á milli. Landssamband hestamannafélaga og Opin Kerfi hafa nú skrifað undir samstarfssamning sín á milli. Opin kerfi bjóða breiða línu af hágæða tölvubúnaði, öflugum vinnustöðvum, lófatölvum og SMART símtækjum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Opin kerfi eru í samstarfi við HP, stærsta framleiðanda tölvubúnaðar í heimi. HP tölvubúnaður er þekktur fyrir afkastagetu, áreiðanleika og endingu. Það er ekki að ástæðulausu að HP eru mest seldu tölvur í heimi.
Landssamband hestamannafélaga þakkar Opnum kerfum stuðninginn og vonast eftir farsælu samstarfi.