Samstarfssamningur HR og LH

Vilfríður nemi, Lárus Ástmar LH og Hafrún HR
Vilfríður nemi, Lárus Ástmar LH og Hafrún HR

Landssamband hestamanna (LH) og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað samstarfssamning þar sem LH skuldbindur sig til að veita meistaranema við HR í íþróttavísindum og þjálfun námsstyrk til tveggja ára. Margt þarf til að landslið og afrekshópar nái árangri.  Íþróttamaður þarf að hafa andlegan og líkmalegan styrk sem gagnast í keppni. Til að greina þessa þætti er hægt að nýta sér mælingar og tölfræðilega úrvinnslu gagna og framkvæma frammistöðumat. Nemandinn skuldbindur sig til að gera yfirgripsmikla rannsókn er tengist mælingum á líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekshóps LH. Rannsóknin verður hluti af meistararitgerð til MSc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun. HR hefur einnig hafið samstarf við önnur sérsambönd á borð við KSÍ, HSÍ, GSÍ og KKÍ. 

Á myndinni eru Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir meistaranemi, Lárus Ástmar Hannesson formaður LH og Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs tækni- og verkfræðideildar HR.