Samspil Benna seldist upp

Samspil, kennslubók í hestamennsku eftir Benedikt Líndal, seldist upp í byrjun desember. Nýtt upplag hefur verið prentað og er komið í bókabúðir og hestavöruverslanir. Benedikt er að vonum ánægður með viðtökurnar.Samspil, kennslubók í hestamennsku eftir Benedikt Líndal, seldist upp í byrjun desember. Nýtt upplag hefur verið prentað og er komið í bókabúðir og hestavöruverslanir. Benedikt er að vonum ánægður með viðtökurnar.Samspil, kennslubók í hestamennsku eftir Benedikt Líndal, seldist upp í byrjun desember. Nýtt upplag hefur verið prentað og er komið í bókabúðir og hestavöruverslanir. Benedikt er að vonum ánægður með viðtökurnar.

„Ég er að sjálfssögðu ánægður með þessar góðu viðtökur. Þær komu mér þó ekki á óvart. Einfaldlega vegna þess að bók af þessu tagi hefur ekki komið út lengi og þörf orðin fyrir hana. Þetta kom hins vegar útgefandanum á óvart, hann var bæði hissa og ánægður,“ segir Benedikt.

Benedikt hefur áður gefið út kennslumyndböndin FRUMTAMNING og ÞJÁLFUN, sem fengu mjög góðar viðtökur, bæði hér heima og í útlöndum. Bókin Samspil er beint og óbeint framhald af myndböndunum og er lokakaflinn í þeirri þrennu. Vísar textinn í bókinni oftar en ekki í myndböndin. Bókin er einnig fáanleg á ensku.

Tónninn í bókinni er líkur og í myndunum. Ekki of fræðilegur, ekki formlegur. Lesandinn upplifir sig sem þátttakanda í spjalli við vin og kunningja, sem hefur góð ráð undir rifi hverju, en er alls ekki að þröngva sínum skoðunum upp á aðra.

Virðing Benna fyrir hestinum er rauður þráður í gengum þessi þrjú verk. Allt hans líf snýst um hesta og flest sem þeim tengist. En það er „samspil“ manns og hests sem alltaf situr í fyrirrúmi.

Bókin SAMSPIL er um 150 síður. Hún er prýdd fjölda fallegra mynda eftir Friðþjóf Helgason, ljósmyndara. Friðþjófur var einnig á bak við kvikmyndavélina við gerð myndbandanna tveggja. Það er bókaútgáfan UPPHEIMAR á Akranesi sem gefur bókina út.

Á myndinni er Benni að árita bókina Samspil á LM2008 þar sem hún var fyrst kynnt.