Samningur LM og GDLH

20. maí 2011
Fréttir
Haraldur og Lárus við undirritun samningsins.
Landsmót ehf. og Gæðingadómara félag Landssambands hestamannafélaga (GDLH) hafa skrifað undir samstarfssamning. Landsmót ehf. og Gæðingadómara félag Landssambands hestamannafélaga (GDLH) hafa skrifað undir samstarfssamning. Samningurinn er þess efnis að GDLH mun annast dómgæslu í gæðingakeppni Landsmóts auk þess að sinna skeiðeftirliti vegna skeiðkappreiða. Að sögn Lárusar, formanns GDLH, mun stór og góður hópur hæfra landsdómara innan félags GDLH annast dómstörfin.
Undir samninginn skrifuðu Haraldur Gunnarsson framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. og Lárus Á. Hannesson formaður GDLH.