Samgöngunefnd LH stendur vörðinn

22. október 2012
Fréttir
Í frumvarpi til nýrra umferðalaga sem nú liggur fyrir alþingi er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum.

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga sem nú liggur fyrir alþingi er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Hestamenn eru hvattir til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að gera athugasemd við þetta og getur fólk sent athugasemdir sínar inn til nefndasviðs Alþingis á netfangið nefndasvid@althingi.is fyrir 24. október.

Hægt er að afrita textann hér að neðan og senda inn athugasemd:

Nefndasvið Alþingis

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

nefndasvid@althingi.is

 

Frumvarp til umferðarlaga 179. mál.

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Virðingarfyllst

Nafn:

Kt:

 

Ath. athugasemdir skilist inn til Nefndasviðs Alþingis fyrir 24 okt. nk.