Sæti fyrir ungt fólk í æskulýðsnefnd FEIF

25. nóvember 2016

Frá og með febrúar 2017, mun æskulýðsnefnd FEIF bæta við einu sæti í nefndina. Þetta sæti er hugsað fyrir ungt fólk á aldrinum 20-28 ára og mun þessi aðili sem kosinn verður, hafa öll sömu réttindi og aðrir nefndarmeðlimir.

Æskulýðsnefnd FEIF hittist tvisvar á ári, í október og febrúar og heldur uppi starfi/verkefnum sem nefndin vinnur sameiginlega að á hverju ári. Verkefni nefndarinnar eru Youth Camp og Cup sem haldin eru til skiptis, æskulýðsland ársins, myndbandakeppni æskunnar og frá 2016 einnig verkefnið Ungir leiðtogar. Að auki er nefndin stöðugt að hugsa upp nýjar hugmyndir til að nota í starfi með æskulýðnum.

Ef þetta vekur áhyga þinn, þá sendu umsókn á ensku fyrir 15. janúar 2017 á youth@feif.org með eftirfarandi upplýsingum:

  • Formleg umsókn þar sem fram koma ástæður þess að þig langar til að taka sæti í nefndinni, hugmyndir að verkefnum fyrir starf nefndarinnar og fleira sem þú vilt taka fram.
  • Ferilskrá þar sem fram kemur nám og fyrri störf og reynsla þín af störfum með ungu fólki og æskulýðsmálum.

Í samráði við stjórn FEIF mun æskulýðsnefnd FEIF velja úr innsendum umsóknum aðila til að taka sætið og mun þeim aðila vera boðið að sækja FEIF þingið 3. – 4. febrúar 2017 í Helsinki Finnlandi og nefndarfundi FEIF í október 2017.

Ef allt gengur eftir mun þessi einstaklingur verða formlega í framboði til æskulýðsnefndar á æskýðsfundi FEIF 2018.

Bestu kveðjur,

Gundula Sharman
Æskulýðsleiðtogi FEIF

https://www.feif.org/Service/Documents/YouthWork.aspx