RÚV í samstarf við Landsmót hestamanna

04. júní 2014
Axel og Guðmundur innsigla samkomulagið.

RÚV og Landsmót hestamanna gerðu í dag samkomulag um samstarf varðandi Landsmót hestamanna sem fram fer á Hellu 30.júní til 6.júlí n.k.   RÚV mun vera með innslög og fréttaflutning frá mótinu auk þess að sýnt verður beint frá völdum dagskrárliðum. 

"Það er okkur sönn ánægja að koma með svo myndarlegum hætti að einum umfangsmesta íþróttaviðburði landsins," segir Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri RÚV. 

Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna segir "Við erum afar ánægð með að RÚV skuli koma að þessu með okkur, og miðla þessari hátið um íslenska hestinn til landsmanna allra".  Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa átt gott samstarf við RÚV um árabil um miðlun frétta og efnis tengt íslenska hestinum og á hestaíþróttinni,  "það samstarf eflist nú enn frekar."