Reiðvegabætur á Smáraslóðum

Umtalsverðar reiðvegabætur eiga sér nú stað á svæði Smára í Hrunamannahreppi og á Skeiðum. Þegar hefur verið endurnýjaður fimm kílómetra kafli meðfram Skeiðavegi. Frá Skeiðháholtsafleggjara að Brautarholti. Er sá kafli fullfrágenginn. Umtalsverðar reiðvegabætur eiga sér nú stað á svæði Smára í Hrunamannahreppi og á Skeiðum. Þegar hefur verið endurnýjaður fimm kílómetra kafli meðfram Skeiðavegi. Frá Skeiðháholtsafleggjara að Brautarholti. Er sá kafli fullfrágenginn.

Það var Nesey ehf. sem sá um verkþáttinn við Skeiða-reiðveginn. Í lagningu er svo þriggja kílómetra kafli í Hrunamannahreppi, frá Ásatúni að Flúðum. Það er Gröfutækni ehf. sem leggur þann kafla.Reiðvegagerðin er kostuð með framlagi úr reiðvegasjóði LH og sveitarfélaganna á svæðinu.

Fjórar heiðurskonur vígðu nýja reiðveginn á Skeiðum í gær. Létu þær ekki blástur í veðrinu á sig fá. Þetta voru þær Inga Birna Ingólfsdóttir, Ástrún Davidson, Sigurlín Grímsdóttir og Bára Guðjónsdóttir. Eins og vera ber við slík tækifæri var klippt á borða og skálað í kampavíni. Síðan var farið í góðan útreiðartúr. Létu þær stöllur vel af nýja veginum.