Reiðnámskeið með Önnu Valdimarsdóttur og Friðfinni Hilmarssyni

12. mars 2015

 

Dagana 2. og 3. apríl verður reiðnámskeið með Önnu Valdimarsdóttur og Friðfinni Hilmarssyni í Léttishöllinni á Akureyri. Þau kenna saman tveimur knöpum í einu. Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða kennslu og er tíminn 30 mínútur í senn tvisvar á dag.

 Námskeiðið er haldið á vegum Léttis og hafa félagsmenn forgang.

Námskeiðsgjald er 20.000 kr fyrir Léttisfélaga en 25.000 kr fyrir utanfélagsmenn.Tekið er á móti skráningum til 25. mars á netfangið lettir@lettir.is  Gefa þarf upp nafn og kennitölu þátttakanda ásamt kennitölu greiðanda ef hann er ekki sá sami.

Ef tilskilinn fjöldi (12) næst ekki fellur námskeiðið niður.

Fræðslunefnd Léttis.